Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2001, Page 3

Bæjarblaðið Jökull - 08.03.2001, Page 3
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum hér í Snæ- fellsbæ að hið glæsilega nýja íþróttahús okkar var vígt með mikilli viðhöfn í desem- ber síðastliðnum. Er það al- veg sérlega gleðilegt hvað húsið hefur verið vel nýtt síð- an það var opnað og hvað íþróttaáhugi bæjarbúa virðist hafa glæðst í kjölfarið. Íþróttahúsinu voru færðar margar góðar gjafir í tilefni vígslunnar og má þar m.a. nefna glæsilegan búnað sem Sparisjóður Ólafsvíkur gaf að andvirði rúml. 1,5 millj. búnaður þessi nýtist til að halda utan um stigagjöf og tímatöku á leikjum og sam- anstendur af stórri töflu sem er á vegg gegnt áhorfendum þar sem fram koma allar upplýsingar um stöðu stiga og hvað tímanum líður, gegnt varamannabekk er staðsett leikmannaklukka og til beggja enda vallarins eru staðsettar svokallaðar skot- klukkur sem notaðar eru í körfubolta. Landsbanki Ís- lands færði íþróttahúsinu rausnarlega peningagjöf til tækjakaupa, umf. Víkingur afhenti boltakörfur og skápa undir verðlaunagripi, umf. Reynir gaf langstökksdýnu, Lionsklúbbur Ólafsvíkur gaf húsinu blaknet og búnað til að halda þeim uppi, Lions- klúbbur Nesþinga gaf ör- nefnamynd af utanverðu Snæfellsnesi, kiwanisklúbb- urinn Korri gaf badmintonn- et og súlur til að halda net- um uppi. Umf. Grundarfjarðar gaf bolta, sveitarfélögin á Snæ- fellsnesi gáfu hljómflutnings- tæki og Skipavík gaf þroska- leikföng. P. Ólafsson gaf bolta, UMFÍ afhenti myndir frá starfi fé- lagsins, Íþróttanefnd ríkisins gaf „bland í poka” sem voru boltar og fleira, Körfuknatt- leikssambandið gaf körfu- bolta og Knattspyrnusam- bandið fótbolta, Badminton- sambandið gaf badminton- spaða og ÍSÍ afhenti íþrótta- húsinu skjöld. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar vill koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra aðila sem færðu íþróttahúsinu þessar góðu gjafir. L.Ó. ·Bækur ·Gjafavörur ·Ritföng ·Blekhylki ·Tölvuleikir ·Geisladiskar Ýmsar rekstrarvörur fyrir skrifstofuna Grundarbraut 6a, Ólafsvík Sími: 436 1165 Frá Ólafsvíkurkirkju Sameiginlegur Sunnudagaskóli með Ingjaldshólsprestakalli kl. 11 næsta sunnudag, 11. mars, í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju. Munið æskulýðsguðsþjónustuna fimmtudaginn 15. mars kl. 20:30! Sóknarprestur Góðar gjafir í Íþróttahús Snæfellsbæjar ♥ ♠ ♦ ♣ FÉLAGSVIST FÉLAGSHEIMILINU KLIFI Öll miðvikudagskvöld kl. 20,30 GÓÐIR VINNINGAR

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.